Eftir útgáfu síðustu plötu sinnar, Allt er blátt, fann Iðunn fyrir enn frekari þörf á að færa popptónlist meira inn á svið klassískra tónsmíða. í hennar heimi er myrkari, flóknari og framsæknari en Allt er blátt og leggur áherslu á áhugaverðan hljóðheim og spennandi hljóðfæraútsetningar. Textar plötunnar byggja á vináttu, samböndum, draumum, svefni og tilfinningum. Platan inniheldur 13 lög sem öll hafa samverkandi áhrif á hvort annað og mynda þannig ákveðið heildarverk.
Iðunn Einars stundaði klassískt fiðlunám í 15 ár. Samhliða því að semja popptónlist með klassískum áhrifum skapar hún samtímatónlist með áherslu á hið leikræna. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands sumarið 2021 og stundar nú meistaranám í sama fagi við Rythmísku Konservatoríuna í Kaupmannahöfn.