Í hennar heimi
Vínilplata
Í hennar heimi, nýjasta verk tónlistarkonunnar Iðunnar Einars, gerir tilraun til þess að skapa þann hugarheim sem gjarnan verður til þegar við liggjum milli svefns og vöku. Hún er raunveruleg og draumkennd í senn, martraðakennd, falleg, skelfileg, leikræn, einlæg og full af dulspeki, draumum og tilfinningum.